Landsmót ÆSKÞ fer fram dagana 28-30. október á Selfossi. Til að mótið gangi upp þarf fjöldan allan af sjálfboðaliðum til að aðstoða við mótið. Sjálfboðaliðarnir aðstoða við ýmis verkefni fyrir mót, á mótinu og eftir mótið. Við erum að leita að hressu fólki 17 ára eða eldra (fædd 1994 eða fyrr). Umsóknarfrestur er til og með 7. október.

Nánari upplýsingar veitir Rakel Brynjólfsdóttir, landsmótsstjóri. Netfang: landsmot@aeskth.is

Smelltu hér til þess að sækja um.