Að mörgu er að hyggja þegar skipuleggja á jafn stórt mót og landsmóti ÆSKÞ.  Landsmótsnefndin er þessa dagana á fullu við undirbúning. Í ár munum við taka í notkun nýtt rafrænt skráningarkerfi þar sem leiðtogar geta á auðveldan hátt skráð sinn hóp á landsmót, mun öll skráning á mótið fara fram með þessum hætti. Leiðtogar munu í dag fá bréf frá landsmótsnefnd þar sem fram koma allar upplýsingar í tengslum við mótið. Einnig munu allar upplýsingar varðandi mótið koma hér inn á síðuna jafnóðum. Opnað verður fyrir skráning 12.september nk. á slóðinni skraning.aeskth.is

Við viljum vekja sérstaka athygli á því að í ár opnum við landsmótið einnig fyrir alla 8.bekkinga í æskulýðsstarfi, hvort heldur sem er á höfuðborgarsvæðinu eða á landsbyggðinni.

Ungleiðtogar sem eru 17 ára, geta sótt um að vera sjálfboðaliðar á mótinu.  Um það er sótt rafrænt og koma upplýsingar um það hér inn á síðuna seinna í dag.  Landsmótsnefndin mun fara yfir allar umsóknir og setja saman hóp.  Vekjum athygli á því að einungis er um tæplega 15 pláss að ræða svo það er um að gera að sækja um.

Snemma í næstu viku koma inn skemmtileg vídjó þar sem við ræðum við ýmsa tónlistarmenn, unglinga og aðra sem verða á landsmótinu okkar á Selfossi 🙂

Fleiri fréttir bráðlega

Landsmótsstjóri