Nú eru einungis 2 mánuðir í stærsta viðburð ÆSKÞ. Landsmótið verður haldið á Selfossi, 28.-30.október næstkomandi. Landsmótsnefndin er þessa dagana á fullu í að skipuleggja, græja og gera fyrir mótið enda í mörg horn að líta. Við vonum svo sannarlega að sem flest félög sjái sér fært að koma og vera með okkur. Allar upplýsingar um mótið munu berast kirkjum, leiðtogum og prestum snemma í næstu viku.
Á næstunni munu einnig koma skemmtileg myndbönd þar sem mótið og efni þess er kynnt, veggspjöld og fleira. Allar fréttir af undirbúningi mótsins og aðrar upplýsingar munu berast til ykkar í pósti um leið og þær liggja fyrir. Einnig munum við leggja okkur fram um að halda upplýsingaflæði góðu hér á síðunni sem og inni á Facebook og Twitter.