Í tilefni af þjóðhátíðardegi okkar íslendinga ákváðu ungmennin í LÆK að taka þátt í hátíðardagskrá Reykjavíkurborgar.  Um var að ræða svokallaðar „Mennskar styttur“ þar sem ungmennin voru hvítklædd og hvítmáluð frá hatti ofan í skó.  Óhætt er að segja að atriðið hafi tekist frábærlega og vöktu stytturnar svo sannarlega athygli og aðdáun þjóðhátíðargesta.  Vinsælt var að fá mynd af sér með styttunum og má ganga að því vísu að margir eigi mynd af styttunum í sínum fórum eftir daginn.  Stytturnar máluðu bæinn hvítann í 3 klukkustundir og minntu okkur á þakklæti.  Starfið í LÆK gengur vel og margt spennandi er í kortunum hjá okkur.  Endilega fylgist með þessu skemmtilega starfi og frábærum ungmennum.