Laugardaginn 7.maí nk mun LÆK, Leiklistarstarf Æskulýðsfélaga Kirkjunnar standa fyrir sínum fyrsta gjörningi. Gjörningurinn verður í samvinnu við Change Makers. Gjörningurinn er að erlendri fyrirmynd og er markmiðið að vekja fólk til umhugsunar um nánasta umhverfi sitt og mikilvægi endurvinnslu. Öllum er velkomið að taka þátt í þessum gjörning.
Við þurfum að fá sem flesta með okkur í þetta. Það er ekki nauðsynlegt að vita neitt áður en maður mætir, bara mæta á staðinn og hafa gaman.
Helstu upplýsingar:
Dagsetning: 7.maí 2011 (Laugardagur) – Mæting á bakvið Verzlunarskólann kl.12:00 á hádegi, þar fá allir þáttakendur nánari upplýsingar. Gjörningurinn verður framkvæmdur í Kringlunni milli kl.12:30-12:50.
Hægt er að finna LÆK á Facebook undir nafninu LÆK (Hópur og síða).