Spurningakeppnin Jesús lifir sem ætluð er 10 – 12 ára börnum var haldin um síðustu helgi, dagana 2. – 3. apríl.
Að þessu sinni mættu 10 lið til þátttöku en þau voru frá Suðurhlíðaskóla, Árbæjarkirkju, Aðventkirkjunni, Egilstaðakirkju, Boðunarkirkjunni, Fíladelfíu, Vestmannaeyjum (Aðventkirkja), Breiðholtskirkjau Íslensku Kristskirkjunni og Maríukirkjunni.
Spurt var úr spámönnunum Daníel, Elía og Elísa.
Mikil stemming ríkti báða keppnisdagana enda vandað til þessarar keppni og mikill undibúningur að baki, bæði hjá skipuleggjendum keppninnar sem og keppendunum sjálfum. Nokkur lið gistu í Suðurhliðaskóla og þar var glatt á hjalla og mikil stemming.
Undankeppnin hófst á laugardeginum og var mjótt á mununum. Árbæjarkirkja bar þó að lokum sigur úr bítum en önnur lið sem komust áfram í úrslitabaráttuna voru lið Aðventkirkjunnar, Suðurhlíðaskóla og Boðunarkirkjunnar.
Sjálf úrslitakeppnin var svo haldin í Íslensku Kristskirkjunni á sunnudeginum og sigraði lið Boðunarkirkjunnar. Annað sætið hreppti Aðventkirkjan, 3. sætið Suðurhlíðaskóli, 4. Árbæjarkirkja og 5. sætið fór til Vestmannaeyja.
Glætan, Kirkjuhúsið, Lindin og Hið íslenska Biblíufélag gáfu vinninga og viðurkenningar. Einnig fengu öll börnin páskaegg.
Við óskum sigurvegurunum til hamingju og öllum þessum frábæru liðum til hamingju með árangur sinn!
Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um keppnina og myndir á fésbókarsíðunni “spurningakeppnin Jesús lifir”.