Spurningakeppnin „Jesús lifir“ sem er fyrir 10 – 12 ára börn verður haldin í Reykjavík dagana 2. – 3. apríl n.k.

Hér er dagskrá keppninnar. Enn er hægt að skrá sig en það verður lokað fyrir skráningu 25. mars.

Lið skráð til þátttöku eru

  1. Aðventkirkjan
  2. Árbæjarkirkja
  3. Boðunarkirkjan
  4. Egilsstaðakirkja
  5. Íslenska Kristskirkjan
  6. Maríukirkja
  7. Suðurhlíðarskóli
  8. Breiðholtskirkja
  9. Fíladelfía
  10. Vestmannaeyjar

Dagskráin er á þessa leið:

Laugardagur 2. apríl

kl.16.30 – 16.45 mæting í Suðurhlíðarskóla í undanúrslitakeppni, hver þátttakandi skráður.

kl. 17 – 18.30   er keppnin: 3 x 3 lið keppa og 1 x 2 lið, þannig að eftir standa 4 lið sem keppa til úrslita á sunnudeginum.

Keppni verður um það  að ná í bjöllu og það lið fær að svara.  Svo verða fjölvalsspurningar þar sem liðin lyfta upp spjöldum með upplýsingum um þeirra svar.   Eric Guðmundsson og sr. Kjartan Jónsson eru dómarar.

Kl.19.00         matur

20.00             kvöldvaka, liðin mega koma með skemmtiatriði, bæði söngvar með texta beint úr Biblíunni sungnir og allskyns kvöldvökusöngvar.

21.00             kvöldhressing

21.30             helgistund með rólegum lögum, kveikjum á bænakertum og höfum hugvekju og bæn.

22.30             ró

Það eru ekki öll börn sem vilja gista en það er val leiðtoga og barna.

 

Sunnudagur 3. apríl

8.30               vakna, morgunmatur og tiltekt

9.30               sund í Kópavogslaug

11.30             matur

12.30             mæting stundvíslega í Íslensku Kristskirkjunni

13.00             úrslitakepppnin.

14.00             Kaffi

15.30             lok keppninnar, viðurkenningar og verðlaunaafhendingar (medalíur fyrir fyrstu 3 sætin).

Á sunnudeginum fer keppnin þannig fram að fyrst er „Mylla“, það eru 2 og 2 lið sem keppa. Eitt stig fyrir hvert rétt svar. Ef þau ná beinni röð þá eru auka 5 stig.

Þá er komin að „Áhættu“ / Jeapordy: það eru bjölluspurningar, þau velja sér flokka sem eru með miserfiðum stigum.

En það er gott að vita að það er mikilvægt að vera snöggur og áræðinn að ýta á bjölluna.

Spurningunum er líka skiptar niður í efnisatriði:

Hver þátttakandi fær bol með „logoinu“   Jesús lifir,

Einnig verða viðurkenningar fyrir öll liðin,  hvern einstakling og þau verða afhent í

Íslensku Kristskirkjunni á sunnudeginum.