Síðustu tvö ár hefur ÆSKÞ skipulagt spurningakeppnina Jesús lfir í samstarfi við ýmis trúfélög. Þessi keppni er ætluð tíu til tólf ára börnum og hefur svo sannarlega slegið í gegn. Keppnin verður haldin í Reykjavík dagana 2. – 3. apríl 2011.
Nokkur æskulýðsfélög Þjóðkirkjunnar tóku þátt í fyrra og er það von okkar að í ár muni enn fleiri félög taka þátt.
Lesefnið í þetta sinn er: Spámenn í GT. Sagan um Daníel, Elía og Elísa, ca. 30 blaðsíðna efni. Efnið mun verða sent til ykkar. En það er um að gera að kynna þetta fyrir krökkunum í æskulýðsfélaginu sem fyrst því að þau gætu byrjað að kynna sér efnið með því að lesa í Biblíunni eða Barnabiblíunni til þess að undirbúa sig. Einnig er sniðugt að skipuleggja starfið í kring um þetta lesefni. Það er rétt að taka fram að æskulýðsfélagið velur sér fulltrúa til þess að keppa því liðin eru skipuð 3 – 4 krökkum. Það er svo undir ykkur komið hvernig staðið er að valinu. Allir keppendur fá bol og viðurkenningu fyrir þátttöku en verðlaun verða veitt sigurliðinu.
Þau æskulýðsfélög sem það vilja geta fengið gistingu og verður boðið upp á dagskrá þessa daga fyrir þau. Rétt er að taka fram að þó að keppendur séu aðeins 3 – 4 þá eru allir krakkar í félaginu velkomnir enda ekki amalegt að hafa gott stuðningslið 🙂
Þátttökugjald er 10.000 kr. á hvert lið, matur og gisting innifalin.
Nánari upplýsingar verða sendar út síðar. Fyrirspurnum svara Jóna Lovísa, aeskth@aeskth.is, s: 661-8485 og Margrét Ólöf, margret@arbaejarkirkja.is