Frelsum þrælabörn á Indlandi!

Landsmót æskulýðsfélaga kirkjunnar fer fram á Akureyri helgina 15. – 17. október næstkomandi.  Yfirskrift mótsins er „Frelsum þrælabörn á Indlandi“ og eins og nafnið gefur til kynna þá verður mótið með kærleiksríkasta móti, þar sem við búum til ýmis verðmæti sem hægt er að breyta í peninga til þess að frelsa þrælabörn á Indlandi.  Áhugaverður pistill um þrælabörn á Indlandi

Hópastarfið verður að vanda mjög fjölbreytt og ýmsir góðir gestir munu setja svip sinn á dagskrána.  Kvöldvökur verða á sínum stað, helgistundirnar líka sem og auðvitað búningaballið!

Nýjasta kynningarmyndbandið.

Sjáumst hress á Akureyri 15. október!!!!