ÆNK, ÆSKR og ÆSKÞ halda sameiginlega
Vaktu með Kristi í Hafnarfjarðarkirkju 1. apríl.
Dagskráin hefst kl. 22.00 á skírdagskvöld og lýkur kl. 8.00 að morgni föstudagsins langa.
Við látum gott af okkur leiða
Vaktu með Kristi hefur verið fastur liður í æskulýðsstarfinu á höfuðborgarsvæðinu frá 2002 og verður dagskráin með hefðbundnu sniði, í ár tökum við þó upp á þeirri nýjung að þau æskulýðsfélög sem hafa áhuga safna áheitum hjá fyrirtækjum og einstaklingum í sinni sókn og það sem safnast rennur til Hjálparstarfs kirkjunnar, annars vegar til innanlandsaðstoðar og hins vegar til hjálparstarfs á Haíti.
Vakan er í boði fyrir æskulýðsfélög og er boðið upp á vandaða dagskrá.
Að minnsta kosti 1-2 leiðtogar verða að fylgja með hverjum æskulýðshópi. Ef þið viljið vita meira þá getið þið haft samband við Siggu Trygga í síma 6984958, Margréti Rós í síma 8687590, Þórunni Harðar í síma  8667007 eða Dagnýju Höllu í síma 861 1625.
Skáningar þurfa að berast í tölvupósti til aeskr@kirkjan.is í síðasta lagi föstudaginn 26.mars.