Landsmót ÆSKÞ á Akureyri 21 – 23. október 2016

Eindagi Landsmótsgjalda er 31. október 2016.

Skráningu lokið

Skráningarvefur ÆSKÞ er á skraning.aeskth.is. Leiðtogar geta þar skoðað stöðu hópsins og séð greiðsluflæði.

skraning@aeskth.is

Mótsgjald

Mótsgjald er 17.900 kr á mann fyrir aðildarfélög ÆSKÞ en 18.900 kr fyrir aðra. Við skráningu þarf að greiða 7.000 kr óafturkræft staðfestingargjald og svo afganginn af mótsgjaldinu fyrir mótið.

Nánar um mótsgjöld

Póstlisti

Allar upplýsingar um mótið eru sendar út á póstlista ÆSKÞ. Smelltu hér til þess að skrá þig á listann.

Nýjustu fréttir

Landsmóti ÆSKÞ lokið

Nú er frábæru landsmóti ÆSKÞ á Akureyri lokið. Mótið var minna í sniðum en áður með 430 skráða þátttakendur. Það var því notalegt og gott andrúmsloft hjá okkur og vonandi hafa allir farið sælir heim. [...]

Tafir á ferð Snæfellinga

Hópurinn frá Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakalli er nú rétt ókominn á Blönduós þar sem ný rúta bíður þeirra. Þau fá þar kvöldmat áður en haldið verður áfram til Akureyrar. Ástæða tafarinnar er að dekk rútunnar sem [...]

Mission impossible

Á laugardaginn kl. 13:00 verður ratleikurinn Mission impossible. Um er að ræða risaratleik sem mun fara fram um alla Akureyri.  Þátttakendur munu mynda lið sem vinnur saman. Best er að nota app sem heitir GooseChase og [...]

Lesa allar fréttir

Landsmótsstjóri

Sunna Dóra Möller
Netfang: sunnadora@akirkja.is
Sími: 694 2805

Framkvæmdastjóri ÆSKÞ

Jónína Sif Eyþórsdóttir
Netfang: joninasif@aeskth.is
Sími: 661-8485

Mótsgjöld

22503761598_6bf4cd0360_oÞað er dýrt að halda eitt stykki Landsmót og að mörgu að hyggja. Markmið ÆSKÞ hefur verið að reyna að halda mótsgjöldum eins lágum og mögulega er hægt til þess að sem flestir hafi möguleika á að koma. Fram á síðasta dag vinna framkvæmdastjóri og landsmótsstjóri að því að afla styrkja svo mótið geti gengið upp.

Mótsgjald er 17.900 kr/mann fyrir félög innan ÆSKÞ en 18.900 kr/mann fyrir félög utan ÆSKÞ. Greitt er mótsgjald fyrir bæði þátttakendur og leiðtoga. Af mótsgjaldinu er staðfestingargjald 7.000 kr/mann og er það óafturkræft. Það þýðir að jafnvel þó viðkomandi mæti ekki á mótið fær hann staðfestingargjaldið ekki endurgreitt.

Þátttakendur greiða venjulega sínum leiðtoga staðfestingargjaldið við skráningu á mótið. ÆSKÞ sendir svo kirkjunni reikning fyrir mótsgjaldinu. Rétt fyrir mótið greiða þátttakendur svo leiðtoganum sínum afganginn af mótsgjaldinu. Strax að móti loknu sendir ÆSKÞ svo kirkjunni reikning fyrir mótsgjöldum þeirra sem mættu auk mótsgjalda leiðtoga. Mikilvægt er að greiða reikningna strax því ÆSKÞ þarf að standa straum af reikningum við mótið s.s. rútum, gistingu, mat, tæknimálum o.fl.

Hér má lesa meira um greiðslur mótsgjalda.