Landsmót ÆSKÞ á Akureyri 21 – 23. október 2016

>> Smelltu hér til að sjá helstu dagsetningar og leiðbeiningar

Skráning

Skráning á Landsmót fer fram á vefnumm á skraning.aeskth.is. Skráningu lýkur 30. september 2016.

skraning@aeskth.is

Mótsgjald

Mótsgjald er 17.900 kr á mann fyrir aðildarfélög ÆSKÞ en 18.900 kr fyrir aðra. Við skráningu þarf að greiða 7.000 kr óafturkræft staðfestingargjald og svo afganginn af mótsgjaldinu fyrir mótið.

Nánar um mótsgjöld

Póstlisti

Allar upplýsingar um mótið eru sendar út á póstlista ÆSKÞ. Smelltu hér til þess að skrá þig á listann.

Nýjustu fréttir

Æskulýðsfélög safna fötum fyrir flóttamenn

Í ár verður söfnun Landsmóts með breyttu sniði. Þemað er Flóttamenn og fjölmenning og verður fötum safnað fyrir flóttafólk og hælisleitendur á Íslandi, í Jórdaníu, Sýrlandi og Líbanon. Söfnunin mun fara fram heima í hverjum söfnuði þar sem hvert æskulýðsfélag [...]

Skráningu á Landsmót lýkur 30. september

Nú styttist í að skráningu á Landsmót 2016 á Akureyri ljúki en skráningarfrestur er til kl. 23:59 þann 30. september 2016. Mikil skipulagning liggur á bakvið stórt mót eins og Landsmót og því þurfa skráningar [...]

Óskum eftir sjálfboðaliðum á Landsmót

Hefur þú áhuga á að koma að framkvæmd landsmóts ÆSKÞ á Akureyri? Til þess að mótið gangi upp þurfum við hressa og duglega sjálfboðaliða. Mikil vinna liggur að baki undirbúningi, framkvæmd og frágangs á jafnstórum [...]

Lesa allar fréttir

Landsmótsstjóri

Sunna Dóra Möller
Netfang: sunnadora@akirkja.is
Sími: 694 2805

Framkvæmdastjóri ÆSKÞ

Jónína Sif Eyþórsdóttir
Netfang: joninasif@aeskth.is
Sími: 661-8485

Hæfileikakeppnin

22733826210_0fd306bae0_oEins og áður verður hæfileikakeppnin á sínum stað á mótinu. Við erum þó alltaf að leita leiða til þess að gera gott betra og ætlum því að prófa nýja nálgun í ár. Æskulýðsfélög sem ætla að taka þátt í keppninni þurfa að senda inn myndband fyrir 1. október. Sérstök dómnefnd mun svo fara yfir öll innsend myndbönd og velja fimm bestu atriðin sem munu svo keppa á mótinu sjálfu. Þar verður stigagjöfin eins og áður, þ.e. dómnefnd sem hefur 50% vægi og atkvæði allra æskulýðsfélaganna með 50% vægi.

Eins og áður gildir að hvert atriði má vera í mesta lagi 3 mínútur að lengd.

Lesa nánar um hæfileikakeppnina.

Sjálfboðaliðar

leidtogarÞeir ungleiðtogar sem eru 17 ára (f.1998) og því ekki með aldur til að starfa sem leiðtogar á mótinu geta sótt um að vera í sjálfboðaliðahóp landsmóts. Einnig geta leiðtogar sem eru eldri en 17 ára sótt um að vera í þessum hópi ef þeir eru ekki að fara með hóp á landsmót. Sótt er um þetta rafrænt hér á vefnum og opna umsóknir í byrjun september. Við hvetjum ungleiðtoga af höfuðborgarsvæðinu jafnt sem utan af landi til að sækja um.

Það er mikil vinna sem felst í því að vera sjálfboðaliði á landsmóti. Viðkomandi þarf að búa sig undir mikla vinnu, hjálpa til við uppsetningu á staðnum, þrif og fleira. Ekki komast allir að því einungis er hægt að taka inn 15-20 sjálfboðaliða fyrir hvert mót. Umsóknarfrestur um sjálfboðaliða er til 30. september 2016.

Sækja um sjálfboðaliðastöðu