Loading...

ÆSKÞ afhendir Hjálparstarfi kirkjunnar 500.000 kr frá Landsmóti 2015

Aðalfundur Æskulýðsfélags þjóðkirkjunnar ÆSKÞ var haldinn fimmtudaginn 18. febrúar í Neskirkju. Fundurinn var sá 10. í röðinni enda fagnar sambandið 10 ára afmæli á þessu ári. Í upphafi fundarins afhenti gjaldkeri ÆSKÞ, Guðmundur Karl Einarsson, Hjálparstarfi kirkjunnar 500.000 kr sem er afrakstur söfnunar á Landsmóti ÆSKÞ sem fram fór í Vestmannaeyjum dagana 23-25. október 2015. Þar söfnuðu 700 unglingar og leiðtogar þeirra fé fyrir Pollasjóð og Hemmasjóð Hjálparstarfsins.

Lesa meira

By | 19. febrúar 2016 | 08:51|

Ný stjórn ÆSKÞ

Á aðalfundi ÆSKÞ sem haldinn var í kvöld var kjörin ný stjórn. Í stjórn sitja: Eva Björk Valdimarsdóttir formaður Þórunn Harðardóttir ritari Guðmundur Karl Einarsson gjaldkeri Sigríður Rún Tryggvadóttir meðstjórnandi Sigurður Óskar Óskarsson meðstjórnandi Varamenn Ása Laufey Sæmundsdóttir Hjalti Jón Sverrisson Katrín Helga Ágústsdóttir Sunna Dóra Möller Bryndís Valbjarnardóttir

By | 18. febrúar 2016 | 22:53|

Easter Course 2016 í Transylvaníu

9. febrúar 2016 | 14:58|Slökkt á athugasemdum við Easter Course 2016 í Transylvaníu

Nýr framkvæmdastjóri ÆSKÞ

28. janúar 2016 | 22:26|Slökkt á athugasemdum við Nýr framkvæmdastjóri ÆSKÞ

Aðalfundur ÆSKÞ

17. janúar 2016 | 00:36|Slökkt á athugasemdum við Aðalfundur ÆSKÞ

Auglýsing um stöðu framkvæmdastjóra ÆSKÞ

10. nóvember 2015 | 07:51|Slökkt á athugasemdum við Auglýsing um stöðu framkvæmdastjóra ÆSKÞ

Landsmót 2016

Stefnt er að því að Landsmót 2016 verði haldið dagana 21 – 23. október 2016 á Akureyri. Dagsetning og staðsetning er þó enn óstaðfest.

Hér á vefnum er hægt að nálgast Landsmótslagið 2015 – Æðruleysi sem Sálmari gerði ódauðlegt á mótinu. LAgið er með hljómum fyrir þá sem vilja og hægt er að hlusta á það líka.  Smelltu til að skoða lagið betur. 

Skráning á póstlista ÆSKÞ
Fáðu fréttir af starfi og viðburðum félagsins.
ÆSKÞ sendir eingöngu út efni sem tengist starfi félagsins.

Leikjabanki ÆSKÞ

ÆSKÞ fékk styrk úr Æskulýðssjóði til þess að vinna að leikjabanka til notkunar í æskulýðsstarfi. Leikjabankinn er staðsettur á vefslóðinni www.leikjabanki.is.

Senda inn leik >

 Styrkja starfið

Það er auðvelt að styrkja starf ÆSKÞ. Smelltu hér fyrir neðan til að fá nánari upplýsingar.

 

Styrkja starf ÆSKÞ >