Loading...
Forsíða2018-09-12T15:51:23+00:00

Aðalfundi 2019 lokið

Fundurinn var settur 27. febrúar en lauk ekki fyrr en 16. mars, þaulsetu fundarmanna er þó ekki um að kenna. Heldur var ákveðið að fresta fundi þar sem í ljós kom að ársreikningar voru ekki réttir. Báðir fundirnir voru haldnir í Neskirkju og voru ágætlega sóttir. Fundargerð aðalfundar má nálgast hér á vefsíðunni.  Ný stjórn var kosin á fundinum en staða formanns og gjaldkera voru lausar. Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir var kosin formaður og Katrín Helga Ágústsdóttir fékk áframhaldandi kjör sem gjaldkeri. Þá voru fimm [...]

By |17. apríl 2019 | 15:17|

Auka aðalfundur

ÆSKÞ boðar til auka aðalfundar þriðjudaginn 16. apríl. Fundurinn verður haldinn í Neskirkju kl 17:30 á fundinum verður haldið áfram þaðan sem frá var horfið á síðasta fundi, en fyrir liggur að fara yfir ársreikning 2018 sem og starfs- og fjárhagsáætlun fyrir árið 2019. Hægt verður að taka þátt í fundinum í gegnum Skype, þeir sem hyggast gera slíkt er bent á að hafa samband við skrifstofu aeskth@aeskth.is og láta vita af sér.

By |25. mars 2019 | 21:39|
Skráning á póstlista ÆSKÞ
Fáðu fréttir af starfi og viðburðum félagsins.
ÆSKÞ sendir eingöngu út efni sem tengist starfi félagsins.

Leikjabanki ÆSKÞ

ÆSKÞ fékk styrk úr Æskulýðssjóði til þess að vinna að leikjabanka til notkunar í æskulýðsstarfi. Leikjabankinn er staðsettur á vefslóðinni www.leikjabanki.is.

Senda inn leik >

 Styrkja starfið

Það er auðvelt að styrkja starf ÆSKÞ. Smelltu hér fyrir neðan til að fá nánari upplýsingar.

Styrkja starf ÆSKÞ >