Nammileikurinn

Gerið völl sem er ekki allt of stór.  Hafið tvær fötur, eina við enda hvors vallarhelmings, fullar af karamellum.  Skiptið í þrjú lið.  Tvö lið eiga að reyna að stela nammi frá hvort öðru, þriðja liðið stendur á hliðarlínunni og reynir að kasta vatnsblöðrum í liðin sem eru inná.  Aðeins má taka eina karamellu í einu. Það lið vinnur sem nær að tæma karamellurnar úr fötu hins liðsins.  Svo er skipt þannig að öll lið fái að vera með vatnsblöðrurnar.Vatnsblöðru kast: Krakkarnir standa í hring og kasta á milli vatnsblöðru.  Reyna að gæta þess að hún springi ekki.

Ein króna, fallin spýta, löggur og bófar

(þetta kunnið þið nú…ef ekki þá er það bara að hringja aftur.)