Sólveig Franklínsdóttir hefur verið ráðin nýr framkvæmdastjóri ÆSKÞ. Hún tók við starfinu af Jónínu Sif Eyþórsdóttur 14. apríl s.l., sem er á leið í ársleyfi. Sólveig er lærður markþjálfi og hefur undanfarið ár starfað sem æskulýðsfulltrúi í Fossvogsprestakalli ásamt því að stunda nám í guðfræði við Háskóla Íslands. Sólveig hefur fjölbreytta reynslu af því að starfa með börnum og ungmennum í gegnum tíðina og hlakkar til að takast á við öll hin spennandi verkefni sem framundan eru hjá ÆSKÞ.