Kæru vinir, ÆSKÞ ætlar að hefja nýtt og spennandi starfsár með krafti. Það fyrsta á dagskránni er Janúrnámskeið ÆSKÞ sem haldið verður laugardaginn 14. janúar nk. Námskeiðið mun fara fram í Reykjavík, hægt er að sækja um ferðastyk fyrir þá leiðtoga sem koma langt að, við munum einnig streyma námskeiðinu fyrir þá sem það þurfa en hverjum alla sem mögulega geta að mæta á staðinn.

Á námskeiðinu mun gefast gott tækifæri til að hittast og stilla saman strengi fyrir komandi starfsár. Nákvæm dagskrá verður birt fljótlega en takið daginn endilega frá, það skiptir máli að nýta tækifærið og hittast eftir langt hlé.