Þvílíkur dagur!

Við í stjórn og landsmótsnefnd ÆSKÞ erum í skýjunum með frábært Live landsmót.

Mótið var í alla staði frábærlega vel heppnað og kenndi okkur alveg fullt. Það var áskorun að halda mótið svona á netinu, en í leiðtogahópnum eru svo margir snillingar sem eru alltaf tilbúnir að grípa þá bolta sem þarf að grípa og þá gengur allt upp.

Landsmótsnefndin hefur undirbúið þetta mót lengi og það tók oft breytingum en við gætum ekki verið ánægðari með afraksturinn.

Sérstakar þakkir fá allir þátttakendur og leiðtogar sem komu á mótið en líka þeir sem lögðu sitt af mörkum með bænum, fræðslu, hópastjórn, atriðum og tónlist, en uppstilling dagsins var heldur ekki af verri endanum.

Við hlökkum til að hefjast handa við að undirbúa næsta landsmót, hvort sem það verður Live á netinu eða á staðbundið!

Takk og aftur takk!