Landsmótsnefnd ÆSKÞ hefur tekið ákvörðun um að fresta landsmóti til 14. nóvember. Ástæðan er sú að víða liggur æskulýðsstarf niðri um þessar mundir og  því er erfitt fyrir leiðtoga að undirbúa þátttöku í landsmóti t.d. með því að setja saman atriði í hæfileikakeppnina, koma nauðsynlegum upplýsingum á framfæri og hvetja til þátttöku.

Dagskrá Live landsmóts ráð fyrir því að flestir hóparnir séu samankomnir í sinni heima kirkju til að leysa verkefni, taka þátt í fræðslu og öðrum viðburðum mótsins. Þrátt fyrir að stærsti hluti þátttakanda séu undanskilin fjöldatakmörkunum þá viljum við ekki taka neina sénsa og vonumst til þess að staðan verði orðin betri um miðjan nóvember.

Við hlökkum til að vera með ykkur á Live landsmóti og hvetjum ykkur til að senda okkur póst sem fyrst ef þið ætlið að vera með, það hjálpar okkur að hafa yfirsýn og auðveldar skipulag.

 

Kærar kveðjur,

Landsmótsnefndin