Á morgun, miðvikudaginn 23. September mun ÆSKÞ og ÆSKR bjóða öllu starfsfólki kirkjunnar á námskeiðið „Verndum þau“ 

 Á tímum sem þessum er einkar mikilvægt að við séum öll vakandi yfir velferð barna og unglinga og því er mikilvægt að allir þeir sem starfa með ungu fólki séu meðvitaðir um skyldur sínar og ábyrgð og þekki merkin sem benda til þess að vanræskla eða ofbeldi eigi sér stað. 

Á námskeiðinu verður fjallað um eftirfarandi: 

  • Tilkynningaskyldu starfsmanna sem vinna með börnum og unglingum.
  • Líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi og vanrækslu hvers konar.
  • Hvernig taka skuli á móti ofbeldisfrásögn.
  • Reglur í samskiptum við börn og ungmenni.
  • Ýmis atriði sem gott er fyrir vinnuveitendur að hafa í huga
  • Úrræði sem í boði eru í samfélaginu fyrir börn og unglinga sem eru þolendur ofbeldis

 

ÆSKÞ og ÆSKR hafa boðið upp á þetta námskeið reglulega, en í ár verður sú breyting á að námskeiðið mun fara alfarið fram á netinu. Það verður ekki sagt nægilega oft hversu mikilvægt það er að við látum okkur þessi mál varða. Við hvetjum alla sem starfa á þessum vettvangi sitji þetta námskeið í það minnsta einu sinni en helst á tveggja ára fresti.  

Vinsamlegast skráið ykkur með því að senda póst á skraning@aeskth.is