Árlegt haustnámskeið ÆSKÞ og ÆSKR fyrir leiðtoga í barna og æskulýðsstarfi verður haldið í Neskirkju þann 23. september. Efni námskeiðisins verður „Verndum þau! – Hvernig bregðast á við grun um vanrækslu eða ofbeldi gegn börnum og unglingum“ 

Námskeiðið hefst kl 17:30. Léttar veitingar í boði.

Vinsamlegast skráið ykkur með því að senda tölvupóst á skraningar@aeskth.is fyrir 16. september. Við þurfum að hafa góða yfirsýn yfir fjölda þátttakenda, bæði svo við getum gert ráð fyrir mat og fylgt sóttvarnarreglum. Þeir sem vilja vera með í gengum streymi þurfa einnig að skrá sig.

Það er mikilvægt að allir þeir sem vinna með börnum og unglingum séu meðvitaðir um þetta málefni sér í lagi á tímum sem þessum. Upprifjun er mikilvæg fyrir þá sem hafa mætt áður. Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest og eiga góða og fræðandi stund saman.