Kæru vinir mig langar að vekja athygli ykkar á því að annað kvöld (þriðjudag 24.03.20) kl 20:00 mun ÆSKÞ og Æskulýðsfélagið í Lágafellskirkju fara live á Facebook.

Þar munu æskulýðsleiðtogar leiða æskulýðsfund í gegnum netið. Hugmyndin er að reyna að ná til unglinga sem eru heima og hafa ekki tækifæri á að mæta á æskulýðsfundi í kirkjunni sinni.

Mig langar að hvetja aðra leiðtoga til að leita svipaðra lausna til að mæta unglingunum okkar nú þegar æskulýðsfundir eru ekki í boði. Ef fleiri stefna á eitthvað svipað væri gaman að vita af því svo hægt sé að auglýsa viðburðinn og bjóða fleirum að vera með. Einnig ef þið hafið verið að gera eitthvað annað til að halda tengslum við hópinn ykkar, þá væri gaman að heyra af því.Endilega notið sms kerfið til að koma skilaboðum til ykkar unglinga um fundinn. Vonandi geta sem flestir unglingar og leiðtogar tekið þátt.

Likeið endilega síður ÆSKÞ og Lágafellskirkju og ekki missa af þessari snilld.