mynd4Nú er frábæru landsmóti ÆSKÞ á Akureyri lokið. Mótið var minna í sniðum en áður með 430 skráða þátttakendur. Það var því notalegt og gott andrúmsloft hjá okkur og vonandi hafa allir farið sælir heim.

Mótsnefnd vill sérstaklega þakka og hrósa leiðtogum og prestum mótsins. Ykkar þáttur í Landsmóti verður seint fullþakkaður og mótið hefði ekki gengið nema með einstöku viðmóti og eljusemi leiðtoga og presta.

Óskilamunir

Allir óskilamunir eftir mótið verða á skrifstofu ÆSKÞ í Neskirkju við Hagatorg. Hægt er að hafa samband við Jónínu Sif framkvæmdastjóra til þess að nálgast þá.

Netfang: joninasif@aeskth.is
Sími: 845 8020

Uppgjör

Reikningar vegna mótsgjalda hafa þegar verið sendir út. Gefinn er 7 daga greiðslufrestur en við biðjum um að kröfurnar verði greiddar sem fyrst þar sem ÆSKÞ þarf að standa skil á fjölmörgum reikningum.

Reikningarnir eru sendir í tölvupósti.

Netfang: gjaldkeri@aeskth.is

Fullt af myndum er að finna á Facebook síðu Landsmóts og Instagram síðunni. Þá eru heilmargar myndir merktar með myllumerkinu #LandsmótÆSKÞ.