aeskth_gayprideTökum þátt í þessum stórskemmtilega viðburði! Stuðið hefst á föstudaginn 5. ágúst kl. 18:00 með samverustund í Laugarneskirkju þar sem Hjalti Jón Sverrisson mun fjalla um ástina og þar á eftir munum við búa til skreytingar til að auðkenna okkur í göngunni. Pizzur verða í boði fyrir þá sem mæta 🙂

Allir eru velkomnir og við hvetjum sérstaklega þátttakendur í æskulýðsstarfi kirkjunnar, presta, djákna, æskulýðsleiðtoga og aðra starfsmenn kirkjunnar til þess að mæta.

Laugardaginn 6. ágúst verður safnast saman við Læknagarð (merkt A hér fyrir neðan). Mæting er þar kl. 13:00 en gangan leggur af stað klukkustund síðar. Þá mæta allir auðvitað í litríkum fötum með gleðina að vopni.

glediganga2016

Auglýsingaplakat um þátttökuna