Hér fyrir neðan eru upplýsingar um brottfarartíma frá öllum stöðum. Eins og við minntumst á í fyrri pósti þá gæti farið svo að Herjólfur þurfi að sigla frá Þorlákshöfn. Í vinstri dálk er gert ráð fyrir því að siglt sé frá Landeyjahöfn og miðast brottfarartímar við það. Í hægri dálk miðast brottfarartímar við að siglt sé frá Þorlákshöfn. Brottfarartímar frá höfuðborgarsvæðinu eru þeir sömu hvort sem farið er frá Landeyjahöfn eða Þorlákshöfn.

Við munum staðfesta brottfarartíma á fimmtudaginn þegar ljóst verður hvort siglt sé fr Landeyjahöfn eða Þorlákshöfn.

Brottfarartímar á Landsmót

Hér fyrir neðan eru brottfarartímar föstudaginn 23. október.

 • Digraneskirkja: 9.30 (allt höfuðborgarsvæðið)
 • Hvolsvöllur: Óstaðfest, hringt verður í viðkomandi.
 • Selfoss: 18.00
 • Hveragerði: 17.30
 • Skálholt: 17.00
 • Grindavík: 10.00
 • Sandgerði og Garður: 9.30
 • Ólafsvík: 13.30
 • Hvammstangi:  13.30
 • Skagaströnd: 12.00
 • Akureyri: 10.00
 • Austfirðir: Sr.Sigríður Rún á Seyðisfirði gefur allar upplýsingar í síma, 698-4958