Stjórn Æskulýðssambands Þjóðkirkjunnar lýsir yfir vonbrigðum með tímasetningu kirkjuþings haustið 2014 þar sem hún stangast á við tímasetningu landsmóts ÆSKÞ. Dagsetning landsmóts var kynnt með góðum fyrirvara og auk þess er löng hefð fyrir því að halda landsmót ÆSKÞ seinni hluta október.