Undirbúningur fyrir landsmót 2013 sem haldið verður í Reykjanesbæ helgina 25. -27. október n.k. er í fullum gangi og það stefnir allt í stórskemmtilegt mót, vonandi sjáum við ykkur öll þar!

Hins vegar er nú tímabært að gera hreint, við skulum kalla það vorhreingerningu þó að vorið láti á sér standa sum staðar og koma með því sem eftir er af óskilamunum frá landsmóti 2012 á rétta staði.

Hér er að finna rauða dýnu, bláan ajungilak-svefnpoka og tempur kodda (allt fast saman), svarta úlpu sem er merkt G.A.H, skó, sundföt, peysur og ýmislegt annað eigulegt.

Spyrjið nú æskulýðsbörnin ykkar hvort þau vilji ekki fá þessa muni til baka, þau geta sent póst á netfangið sigridur@aeskth.is eða hringt í gsm 6618485 og nálgast sitt dót.

Föstudaginn 17. maí fer ég með allt sem ekki hefur verið spurt eftir í nytjagám Rauða krossins.

[lightbox_image size=“full-half“ image_path=“https://www.aeskth.is/wp-content/uploads/2013/05/P1010230.jpg“ lightbox_content=“https://www.aeskth.is/wp-content/uploads/2013/05/P1010230.jpg“ group=““ description=“Hluti óskilamuna frá Landsmóti 2012″]