Næturdagskrá í Neskirkju í boði ÆSKÞ og Kjalarnessprófastsdæmis aðfaranótt föstudagsins langa.

MARKMIÐ VÖKUNNAR ER AÐ GEFA UNGU FÓLKI Í ÆSKULÝÐSFÉLÖGUM (8.bekk og eldri) KOST Á AÐ SÝNA Í ORÐI OG VERKI AÐ ÞAU VILJI TAKA ÞÁTT Í OG VERA HLUTI AF KRISTNU SAMFÉLAGI.

Kostnaður er kr.1000,- Innifalið: hressing, matur og rútuferð heim.

Á vökunni leiðum við hugann að atburðum næturinnar þegar Jesús var svikinn og því samfélagi sem hann átti með lærisveinum sínum þessa síðustu nótt. Þannig fáum við tækifæri til að upplifa atburði næturinnar á áþreifanlegan og áhrifamikinn hátt.
Vakan hefst kl. 22:00 á skírdag, 28. mars og stendur til kl. 8:00 að morgni föstudagsins langa 29. mars (húsið lokar kl 23.00, eftir það er ekki hægt að fara út, nema ef foreldrar/forráðamenn sækja viðkomandi).
Uppbygging vökunnar er tvíþætt. Annars vegar eru helgistundir í kirkjunni og hins vegar er hægt að taka þátt í fjölbreyttri dagskrá þar sem ýmislegt er í boði. Í ár verða 40 erlendir og innlendir gestir Easter Course með okkur á Vaktu með Kristi og eiga eftir að setja svip sinn á vökuna.

 

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á netfangið sigurvin@neskirkja.is fyrir 25. mars