Hér kemur skemmtilegt myndband með yfirliti yfir hópastarfið á landsmótinu. Við vekjum athygli á því að hópastarfið í ár er með breyttu sniði. Mikill meirihluti hópanna mun á einn eða annan hátt tengjast inn í skemmtilegt Karnival sem við bjóðum íbúum á Austurlandi upp á. Unglingarnir munu bjóða upp á margskonar skemmtun fyrir börnin, baka vöfflur og gera Candy Floss. Með þessu móti virkjum við sem flesta unglinga í hjálparstarfsverkefnið okkar í Malaví. Við minnum svo á að landsmótslagið Mulungu er aðgengilegt inni á tonlist.is og fer allur ágóði af sölu lagsins til hjálparstarfsverkefnisins í Malaví.

httpv://www.youtube.com/watch?v=VfnCK08dgx4