Hjólin snúast hratt þessa dagana hjá ÆSKÞ. Undirbúningur fyrir landsmótið eykst með hverjum deginum sem líður. Nýtt kynningarmyndband er í vinnslu þar sem má sjá skemmtileg myndbrot frá fyrri mótum og glæný skilaboð frá Páli Óskari um mikilvægi hjálparstarfs.

Einnig erum við að undirbúa ferð á Egilsstaði núna í lok ágúst. Í þeirri ferð munum við kynna okkur staðhætti enn betur, hitta Óðinn Gunnar atvinnu-menningar og íþróttafulltrúa Fljótsdalshéraðs ásamt fleiri góðum aðilum sem vinna með okkur í að skipuleggja landsmót. Rakel Brynjólfsdóttir landsmótsstjóri og Guðmundur Karl Einarsson, tæknistjóri og gjaldkeri ÆSKÞ munu fara frá Reykjavík, en einnig mun Hlín Stefánsdóttir vera með í för en hún er búsett á Egilsstöðum og er okkar helsti tengiliður fyrir austan. Hlökkum við mikið til ferðarinnar og ekki laust við að kominn sé fiðringur vegna landsmótsins.

Landsmótskveðjur