Já, það er að mörgu að huga þegar undirbúa á landsmót og við í landsmótsnefndinni sitjum ekki auðum höndum þótt sumarið sé allt um kring. Landsmót nálgast eins og óð fluga og okkur er ekki til setunnar boðið. Við erum í góðum samskiptum við tengiliði okkar fyrir austan og undirbúningur gengur vel. Brátt munum við fara að teikna upp áhugavert hópastarf, skipulegga sundlaugarpartý og fleira skemmtilegt. Endilega fylgist með frekari fréttum af landsmóti hér á heimasíðunni okkar. Einnig viljum við benda á nýja Facebook síðu landsmóts sem má finna hér . Hvetjum sem flesta til að fara þar inn og LIKE-a síðuna.

Landsmótskveðjur

Rakel Brynjólfsdóttir, landsmótsstjóri ÆSKÞ 2012