Um næstu helgi, 12. – 13. júní verður boðið upp á tjalmót að Lækjarbotnum á vegum ÆSKÞ og ÆSKR. Lagt verður af stað frá Grensáskirkju kl. 13:00 á laugardeginum og komið til baka kl. 13:00 á sama stað á sunnudeginum.
Að Lækjarbotnum höfum við aðgang að skála með salerni, litlu eldhúsi og pínulitlum „sal“ sem við getum notfært okkur ef veðrið verður okkur ekki í hag. Í skálanum eru líka nokkur rúmstæði sem leiðtogar geta fengið að nýta sér en EKKI er gert ráð fyrir að unglingarnir gisti inni.
Allir verða að koma vel út búnir og koma með eigin mat. Kveikt verður á grilli á laugardagskvöldinu og boðið upp á MEÐLÆTI með pylsum.
Leiðtogar bera ábyrgð á að allir séu með svefnstað í tjaldi og reglan er að stelpur og strákar sofa ekki í sama tjaldi!
Hver leiðtogi fylgist svo með sínum börnum, að þau taki virkan þátt, borði og sofi og skemmti sér vel!
Síðasti skráningardagur er 9. júní og hægt er að skrá hjá aeskr@aeskth.is. Þar þarf að koma fram fjöldi unglinga og nöfn á þeim leiðtogum sem koma með.