Efni sem þarf í leikina

  • Flugnaspaðar og borðtenniskúlur,
  • 2x Kodda
  • 3-5 Mjúka bolta
  • 2 Kústsköft
  • Blöð og blýantar
  • Stólar
  • Peningar
  • Tónlist

Inngangur

Til eru ótal tegundir leikja.  Mér hefur reynst best að hafa alltaf samskonar leiki á sama fundinum.  Krakkar endast ekki lengi í sama leiknum og þá er gott að geta skipt reglulega um leik án þess að þurfa að rútta herberginu algjörlega til.

Í leik þarf alltaf að gæta þess að enginn verði fyrir aðkasti og nauðsynlegt er að gæta þess að sem minnst hætta sé fyrir hendi.  Það verða oft heilmikil ærsl í leikjum og því þarf að passa að ekki sé hægt að reka hausinn í horn eða festa fótinn einhvers staðar.  Yngri börn eru gjarnari á að meiða sig svo það þarf að fara varlega í ærslaleiki með þeim.

Auðvitað er alltaf gaman að vinna leik, en það er alltaf gott að hamra á því reglulega að leikurinn sé til gamansins vegna en ekki til að vinna.  Stundum er svo hægt að ákveða að láta það lið sem stóð sig verst standa uppi sem sigurvegari.   Sumir leikir hafa markmið, það er alltaf gott að vita hvað maður ætlar sér með leik, er málið að hafa gaman eða eiga krakkarnir að læra eitthvað af leiknum.  Ef krakkarnir eiga að læra, þá er gott að hafa tíma í lokinn til þess að ræða um leikinn.

Smelltu á tenglana hér fyrir neðan til þess að skoða leikina:

Sr. Sjöfn Þór Müller tók leikina saman og hefur góðfúslega veitt leyfi sitt til birtingar.