Kirkjuþing unga fólksins (KUF) verður haldið á laugardaginn þann 26. maí á Biskupsstofu. Þingið sitja fulltrúar úr öllum prófastdæmum á aldrinum 14 til 30 ára. Prófastar eiga að sjá um val á fulltrúum.

Í ár liggja fimm mál fyrir þinginu og verður spennandi að fylgjast með framgangi þeirra, en reynslan sýnir að þau málefni sem framkoma á KUF hafa stefnumótandi áhrif á Kirkjuna í heild sinni.

Það er Biskups Íslands sem boðar til Kirkjuþings unga fólksins. Hlutverk kirkjuþings unga fólksins er að ræða stöðu og hlutverk ungs fólks í þjóðkirkjunni og í samfélagi kirkna um heim allan. Kirkjuþing unga fólksins er vettvangur ungs fólks til að hafa áhrif á starfsemi kirkjunnar.

Kirkjuþing unga fólksins er skipulagt af Biskupsstofu og ÆSKÞ, verkefnastjórar í ár eru Sr. Ása Laufey og Kristján Ágúst.