Námskeið fyrir æskulýðsleiðtoga, æskulýðsfulltrúa, presta og djákna verður haldið í skálholti dagana 19-20 janúar. Á námskeiðinu verður fjallað um sjálfstyrkingu, framkomu, hugleiðingar og hvernig á að byggja upp æskulýðsstarf.

Námskeiðið hefst klukkan 15:00 föstudaginn 19. janúar og lýkur um hádegi á laugardaginn 20. janúar.

Gist verður í Skálholtsbúðum og því þurfa þátttakendur að taka með sér sængur/svefnpoka og tilheyrandi.

Innifalið í verðinu er gisting, matur og námskeiðið. Þátttakendur sjá sjálfir um að koma sér á staðinn, en við leggjum til að reynt verði að sameinast í bíla.

Verðið er 13.000 krónur á mann og vonumst við til þess að sóknir styrki sitt starfsfólk til ferðarinnar.

Skráið ykkur með því að senda tölvupóst á:
skraning@aeskth.is fyrir 16. jan – með upplýsingum um þátttakendur og frá hvaða kirkju þeir koma.