22933371211_9cc6ba1791_kÍ ár verður söfnun Landsmóts með breyttu sniði. Þemað er Flóttamenn og fjölmenning og verður fötum safnað fyrir flóttafólk og hælisleitendur á Íslandi, í Jórdaníu, Sýrlandi og Líbanon. Söfnunin mun fara fram heima í hverjum söfnuði þar sem hvert æskulýðsfélag er hvatt til þess að safna 1 – 2 stórum svörtum pokum af fötum. Lögð er áhersla á að fötin séu nýtileg og í góðu ástandi. Framkvæmdin er þessi:

  1. Æskulýðsfélag safnar 1 – 2 stórum svörtum pokum af fötum.
  2. Afhending er svona:
    – Þeir sem koma frá höfuðborgarsvæðinu skilja pokana eftir í Digraneskirkju í Kópavogi við brottför á mótið.
    – Þeir sem koma annars staðar af landinu koma með pokana á mótið og afhenda mótsstjórn þar.
  3. ÆSKÞ afhendir Hjálparstarfi kirkjunnar fötin sem sér um að koma þeim til skila.